Rannsóknir sýna að langflestir kaupendur kjósa að kaupa vörur sem eru kynntar á eigin tungumáli og þrír af hverjum fjórum taka vörur með upplýsingum á móðurmálinu fram yfir ódýrari vörur þar sem upplýsingar eru aðeins á erlendu tungumáli. Sama hlutfall kaupenda er líklegra til að kaupa vöru aftur ef henni fylgja upplýsingar á máli sem þeir skilja. Því lengur sem viðskiptasambandi er ætlað að standa, því meira máli skiptir að það fari fram á tungumáli kaupandans. Til viðbótar er áhugavert að jafnvel þrír af hverjum fjórum notendum með mjög góða enskukunnáttu beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem bjóða upp á upplýsingar og vörur á þeirra eigin tungumáli.
Almenna reglan virðist vera að því stærri og flóknari sem kaupin eru, því mikilvægara sé að boðið sé upp á upplýsingar á tungumáli kaupandans. Þannig telja 83% notenda það mjög mikilvægt eða mikilvægt að boðið sé upp á upplýsingar á þeirra eigin tungumáli þegar þeir kaupa fjármálaþjónustu, tryggingar, bifreiðar, stærri raftæki og utanlandsferðir, á meðan talan lækkar niður í 65% þegar kemur að kaupum á smáhlutum fyrir heimilið og öðrum smærri neysluvörum.
Þegar stefnt er að langtímasambandi við viðskiptavininn er því afar mikilvægt að bjóða honum upp á upplýsingar á eigin tungumáli.
Við hjá Skopos þýðingastofu bjóðum upp á góðar lausnir við þýðingu og staðfæringu bæklinga og kynningarefnis og getum unnið með texta á fjölmörgum skráarsniðum þannig að uppsetning og útlit haldi sér við þýðinguna án þess að þörf sé á að setja textann upp á nýjan leik. Við ábyrgjumst fljóta og örugga vinnslu þannig að efnið skili sér til neytenda á réttum tíma án nokkurra vandræða. Við leggjum ríka áherslu á vandaðan frágang og verkferli sem bæði einfalda vinnuna og draga úr kostnaði.
Viltu fræðast meira um það hvernig þú nærð betur til markhópsins þíns? Hafðu samband.