Þýðingastofa

Skopos ehf. var stofnað með það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum eins góða þjónustu og hægt er með því að nota tæknina til að bjóða upp á vandaðar þýðingar á samkeppnishæfu verði. Við sníðum lausnir okkar að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni og tryggjum þannig hnökralaust samstarf til framtíðar. Auk þekktra íslenskra fyrirtækja eru mörg af stærstu fyrirtækjum heims í viðskiptum við okkur, fyrirtæki sem þurfa að treysta á að ekkert fari úrskeiðis.

Fólkið

Innanhússteymi okkar samanstendur af reyndum sérfræðingum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn metnað á sviði þýðinga og textavinnslu og vinna sem ein heild að því að tryggja viðskiptavinum okkar þá allra bestu þjónustu sem kostur er á. Verkefna- og gæðastjórar okkar tryggja að vinnan gangi snurðulaust fyrir sig og að viðskiptavinurinn sé ánægður með útkomuna. Auk innanhússþýðenda höfum við fjölda verktaka á skrá sem tryggir að við finnum rétta fagmanninn í öll verk, auk þess sem við erum aðilar að alþjóðlegum samtökum þýðingastofa með þúsundir þýðenda á skrá.

Skopos

Skopos er gríska og merkir tilgangur eða markmið. Skopos er jafnframt heiti á kenningu í þýðingafræðum sem gengur út á að þýðing sé gerð fyrir tiltekna viðtakendur með ákveðinn tilgang í huga við sérstakar aðstæður. Með öðrum orðum er það tilgangur þýðingarinnar sem er aðalatriðið, frekar en að hún endurspegli frumtextann nákvæmlega. Þýða skal texta þannig að hann virki við þær aðstæður þar sem á að nota hann og fyrir þann markhóp sem hann er ætlaður. Það er þessi kenning sem starfsfólk Skopos hefur að leiðarljósi í starfi sínu: að þýðingar nýtist lesendum sem best. Það er þannig sem við tryggjum hámarksárangur þeirra.

Skoðaðu skilmálana okkar?

Skoða nánar