Skopos þýðingastofa hefur tekið yfir rekstur tNordica. tNordica var stofnað árið 2012 í Gautaborg, Svíþjóð með það að markmiði að þjónusta erlendar þýðingastofur þar sem sérstök áhersla var lögð á þýðingu lyfjatexta á norðurlandamálin. Þórarinn Einarsson, annar stofnanda tNordica, hefur þegar tekið til starfa hjá Skopos sem gæðastjóri.
Skopos er stærsta þýðingastofa landsins, með 10 fastráðna þýðendur og yfir 300 viðskiptavini. Meðal innlendra viðskiptavina má nefna Toyota, BL og Bláa lónið og meðal erlendra Microsoft, Samsung og Google.