viti-2

Á einungis sex árum hefur Skopos stækkað úr því að vera tveggja manna fyrirtæki yfir í að vera stærsta þýðingastofa landsins. Ástæðurnar fyrir því eru einfaldar:

  • Við höfum hjálpað fjölda innlendra og erlendra fyrirtækja að ná til viðskiptavina sinna á árangursríkan hátt.
  • Við leggjum áherslu á að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini okkar.
  • Við fjárfestum ávallt í nýjustu tækni og spörum viðskiptavinum þannig þýðingakostnað til lengri tíma.
  • Við höfum á að skipa einstaklega hæfileikaríkum þýðendum með mikla reynslu.
  • Við fylgjum alþjóðlegum gæðastöðlum.
  • Við lítum svo á að verki sé einungis lokið þegar viðskiptavinurinn er orðinn ánægður.

Meðal viðskiptavina okkar eru mörg af stærstu fyrirtækjum heims og flestir Íslendingar lesa daglega texta sem teymið okkar hefur þýtt.

Hjá okkur felur þýðingaferlið í sér greiningu verks, þýðingu, yfirlestur og prófarkalestur, gæðaeftirlit og gerð hugtakagrunna (orðalista).

Hafðu samband og sjáðu hvernig við getum aðstoðað fyrirtækið þitt.

Hafðu samband